Skuldabréf seld fyrir 15 milljarða

Útboði í þrjá flokka rík­is­skulda­bréfa, sem hófst í dag klukk­an 14:00 er lokið. Alls voru seld bréf fyr­ir 15 millj­arða króna að nafn­v­irði og var ávöxt­un­ar­kraf­an á bil­inu 8,82-9,98%.

Um var að ræða flokka sem koma á gjald­daga á ár­un­um 2010, 2017 og 2026. Alls bár­ust til­boð að fjár­hæð 24,6 millj­arða króna í bréf­in og var sam­keppn­in öllu meiri um þau bréf, sem fyrr koma á gjald­daga. T.d. bár­ust til­boð í alls 4.748 millj­ón­ir í stysta flokk­inn, en tekið var til­boðum fyr­ir 1.541 millj­ón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka