Útboði í þrjá flokka ríkisskuldabréfa, sem hófst í dag klukkan 14:00 er lokið. Alls voru seld bréf fyrir 15 milljarða króna að nafnvirði og var ávöxtunarkrafan á bilinu 8,82-9,98%.
Um var að ræða flokka sem koma á gjalddaga á árunum 2010, 2017 og 2026. Alls bárust tilboð að fjárhæð 24,6 milljarða króna í bréfin og var samkeppnin öllu meiri um þau bréf, sem fyrr koma á gjalddaga. T.d. bárust tilboð í alls 4.748 milljónir í stysta flokkinn, en tekið var tilboðum fyrir 1.541 milljón.