Skuldabréf seld fyrir 15 milljarða

Útboði í þrjá flokka ríkisskuldabréfa, sem hófst í dag klukkan 14:00 er lokið. Alls voru seld bréf fyrir 15 milljarða króna að nafnvirði og var ávöxtunarkrafan á bilinu 8,82-9,98%.

Um var að ræða flokka sem koma á gjalddaga á árunum 2010, 2017 og 2026. Alls bárust tilboð að fjárhæð 24,6 milljarða króna í bréfin og var samkeppnin öllu meiri um þau bréf, sem fyrr koma á gjalddaga. T.d. bárust tilboð í alls 4.748 milljónir í stysta flokkinn, en tekið var tilboðum fyrir 1.541 milljón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK