Verðbólga í 2,5 prósent 2010

Svein Harald Øygard á ársfundi Seðlabankans.
Svein Harald Øygard á ársfundi Seðlabankans. mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands stefnir að því að ná verðbólgumarkmiði sínu, 2,5 prósentum, í upphafi árs 2010. Þetta kom fram í framsögu Svein Harald Øygard seðlabankastjóra á ársfundi bankans sem nú stendur yfir.

Øygard sagði, að bankinn stæði nú andspænis stórum hópi fjárfesta sem vilji selja fjármálaafurðir í íslenskum krónum. Gjaldeyrishöft hafi því verið í gildi frá 28. nóvember og verið hert í lok mars. Seðlabankinn sé nú að herða enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að settum reglum og koma á fót nýrri eftirlitseiningu. Verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt  að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti, á svipaðan hátt og reglur Evrópusambandsins um peningaþvætti kveða á um. 

Í máli Øygard kom einnig fram að það sé skoðun Seðlabankann að sameina eigi hann við Fjármálaeftirlitið (FME).

Ræða seðlabankastjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK