Evruvextir fara ekki í núllið

Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans.
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans.

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, greindi frá því í dag að vextir á evrusvæðinu yrðu ekki lækkaðir niður í núll. Hann vísaði jafnframt orðrómi um ágreining innan bankans á bug.

„Núllvaxtastefnan væri ekki viðeigandi í okkar tilviki,“ sagði Trichet á blaðamannafundi í Tókýó. 

Seðlabankinn lækkaði vextina fyrr í mánuðinum niður í 1,25 prósent, sem er met, og gaf Trichet til kynna að frekari lækkun væri möguleg.

Bandaríski og japanski seðlabankinn hafa brugðist við kreppunni með því að lækka vexti nánast niður í núllið og Englandsbanki að sama skapi lækkað vexti niður í 0,5 prósent til að vega á móti niðursveiflunni.

Evrópski seðlabankinn hefur valdið mörgum fjárfestum vonbrigðum með því að lækka vextina ekki meira og til að leggja sitt af mörkum andspænis kreppunni boðar Trichet að bankinn muni skýra frá nýjum og óhefðbundnum aðgerðum gegn kreppunni þegar stjórn hans kemur til fundar í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK