Verð á hráolíu lækkaði í viðskiptum í Asíu í morgun og segja sérfræðingar skýringuna vera minni eftirspurn eftir orku vegna samdráttar í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu til afhendingar í maí lækkaði um 87 sent tunnan í 49,96 dali. Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júní lækkaði um 78 sent í 52,57 dali tunnan.
Það vakti nokkra furðu meðal sérfræðinga í síðustu viku hversu lítil áhrif það hafði á hráolíuverð að birgðir höfðu aukist umtalsvert á eldsneyti í Bandaríkjunum. Í raun hafa hráolíubirgðirnar þar ekki landi ekki verið meiri síðan í september 1990.