Óvíst með yfirtöku á West Ham

DARREN STAPLES

Ekki er ljóst hvort Straumur yfirtaki knattspyrnuklúbbinn West Ham United, samkvæmt heimildum BBC en fullyrt var í Daily Telegraph að Straumur, sem nú er undir stjórn skilanefndar eftir að Fjármálaeftirlitið greip inn í reksturinn, verði stærsti eigandi West Ham með 75% hlut en bankinn er einnig stærsti kröfuhafinn í félagið.

Samkvæmt Telegraph er gert ráð fyrir að endanlegt samkomulag um málið geti náðst innan þriggja vikna og þá muni Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi West Ham og stjórnarformaður, víkja til hliðar. Hann muni ekki fá neitt greitt en hugsanlega fá hlut af söluverði félagsins takist að selja það.

Einn heimildamanna BBC segir að yfirtaka Straums á West Ham sé einn af þeim möguleikum sem séu í stöðunni en ekkert sé víst í þeim efnum.Samkvæmt frétt BBC hafa tveir fjárfestar sýnt áhuga á að kaupa West Ham.

Frétt BBC


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK