Sænskir stýrivextir aðeins 0,5%

Hús sænska seðlabankans í Stokkhólmi.
Hús sænska seðlabankans í Stokkhólmi.

Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósentur og eru vextirnir nú aðeins 0,5%, hafa aldrei í sögu bankans verið lægri. Segir seðlabankinn, að útlit sé fyrir að stýrivextirnir verði áfram lágir til ársins 2011 þar sem útlitið í efnahagsmálum sé ekki gott.

Sænski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti sína um 4,5 prósentur það sem af er árinu til að bregðast við alþjóðlegu fjármálakreppunni, sem hefur haft mikil áhrif í Svíþjóð.

Í nýrri hagspá, sem birt var í morgun, segir seðlabankinn að útlit sé fyrir að sænska hagkerfið dragist saman um 4,5% á þessu ári en að hagvöxtur verði 1,3% á næsta ári og 3,1% árið 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK