Höfða mál gegn ríkisbönkunum

Ingólfur H. Ingólfsson, stjórnarformaður Sparnaðar ehf.
Ingólfur H. Ingólfsson, stjórnarformaður Sparnaðar ehf.

Sparnaður ehf.hefur höfðað mál á hendur ríkisbönkunum þremur, NBI, Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi banka, til viðurkenningar á skaðabótaskyldu bankanna vegna ólögmætra hindrana á uppgreiðsluþjónustu lána.

Segir í tilkynningu frá Sparnaði, sem stjórnarformaður félagsins, Ingólfur H. Ingólfsson, ritar undir að ríkisbankarnir þrír hafi kerfisbundið reynt að koma í veg fyrir að Sparnaður ehf. geti aðstoðað viðskiptavini sína við uppgreiðslu á lánum, svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Kaupþing hefur frá byrjun Uppgreiðsluþjónustu Sparnaðar í desember 2007 hafnað öllu samstarfi.

„Íslandsbanki, þá Glitnir, kom svo í kjölfarið og eftir að Landsbankinn varð ríkisbanki tók hann upp sömu starfshætti.

Bankarnir hafa ýmist borið fyrir sig að umboð Sparnaðar til þess að veita Uppgreiðsluþjónustuna sé ófullnægjandi eða það sé svo erfitt að framkvæma höfuðstólsgreiðslurnar. Sparnaður hefur ítrekað óskað eftir efnislegum athugasemdum við umboðin en ekki fengið svör nema þá helst að bankarnir séu ekki lögfræðilegir ráðgjafar Sparnaðar. Það sem varðar innanhúsvanda bankanna er því miður ekki á valdi Sparnaðar að leysa," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK