Lítill halli á vöruskiptum í fyrra

Álverið í Straumsvík. Hlutur iðnaðarvöru var 52% af útlutningi í …
Álverið í Straumsvík. Hlutur iðnaðarvöru var 52% af útlutningi í fyrra.

Alls voru flutt­ar voru út vör­ur fyr­ir 466,9 millj­arða króna á síðasta ári en inn fyr­ir 473,5 millj­arða króna.   Halli var því á vöru­skipt­un­um við út­lönd sem nam 6,7 millj­örðum króna. 

Útflutn­ing­ur jókst um 53% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en inn­flutn­ing­ur jókst um 19,9%. Hlut­ur sjáv­ar­af­urða í út­flutn­ingi var 36,7% og iðnaðar­vöru 52,1% en í inn­flutn­ingi voru stærstu vöru­flokk­arn­ir hrá- og rekstr­ar­vör­ur, fjár­fest­ing­ar­vör­ur og neyslu­vör­ur aðrar en mat- og drykkjar­vör­ur.

Stærstu viðskipta­lönd voru Hol­land í út­flutn­ingi og Nor­eg­ur í inn­flutn­ingi og var EES þýðinga­mesta markaðssvæðið, jafnt í út­flutn­ingi sem í inn­flutn­ingi. 

Hagtíðindi 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK