Misstu af samningi vegna fjármálaástandsins

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag að Ölgerðin hafi farið á mis við stórkostlegt tækifæri fyrir nokkrum vikum þegar ekki náðust samningar um verð á íslenskum bjór fyrir Bretlandsmarkað. Um var að ræða samning um allt að átta milljónir lítra eða 40% af heildarmarkaði fyrir bjór á Íslandi. Ástæðan fyrir því að ekki náðust samningar sé óstöðugur gjaldmiðill og háir vextir.

En hvernig er það mögulegt að verðleggja vöru í pundum  þegar við vitum ekki hvort pundið gefur 130 krónur eða 200 krónur?  Í útflutningi skipta  örfá prósent í verðlagningu oft úrslitum. En til að mæta óvissunni erum við neyddir til að bæta við áhættuálagi sem er að minnsta kosti um 20%.

Vatn er glópagull

Andri kom inn á vatnsútflutning í erindi sínu en hann sagði að ein af vonarstjörnunum fyrir íslenskt atvinnulíf, samkvæmt sumum stjórnmálaflokkum er útflutningur á vatni. Segist hann vona að stjórnvöld og opinberir aðilar haldi sig víðs fjarri þegar skapa á ný störf við vatnsútflutning – vatnið sé glópagull.

 Andri spurði hvort við megum eiga von á því að Byggðastofnun, atvinnuþróunarfélög og opinberir sjóðir fari að moka peningum í glórulausar fjárfestingar í útflutning á íslensku vatni?

„Vita menn um hvað þeir eru að tala?

Fjárfesting í vélbúnaði og húsnæði hverrar verksmiðju er ekki undir 2 milljörðum.

Miðað við núverandi vaxtastig er árlegur fjármagnskostnaður um 400 milljónir og afskriftir tækja um 200 milljónir.   Útflutningurinn þarf því að standa undir þeirri upphæð að viðbættum rekstrarkostnaði og afborgunum lána.  Til að standa undir þessu öllu þarf að selja 60 milljón flöskur af vatni eða u.þ.b. 3000 gáma," sagði Andri.

Hann tók sem dæmi í ræðu sinni þau tvö fyrirtæki sem flytja íslenskt vatn til Bandaríkjanna en þau seldu samtals um 12 milljónir lítra eða til einföldunar 24 milljónir flaskna. 

„Ölgerðin hefur stundað útflutning á vatni til Bandaríkjanna síðan 2002 þegar við keyptum gjaldþrota fyrirtæki sem hafði stundað útflutning á vatni í rúman áratug.  Á síðustu 20 árum hafa a.m.k. 13 fyrirtæki orðið gjaldþrota í vatnsútflutningi.

13 fyrirtæki á 20 árum. Og þetta segja stjórnmálamenn að sé framtíðin!

 Það þarf meira en gott vatn eða gott hráefni til að ná árangri og fótfestu á erlendum markaði og hagnaði í rekstri.  Það skiptir töluverðu máli hvort við fáum 60 krónur fyrir dollarann eða 130 krónur," sagði forstjóri Ölgerðarinnar á aðalfundi SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK