Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði tæpum 43 milljónum kr. í fyrra á verðbréfum og skertum eignarhlut. Þetta kom fram á ársfundi lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gærkvöldi.
Að sögn Arnar Pálssonar, fulltrúa Landssambands smábátaeigenda í Gildi, jafngildir þetta iðgjöldum til sjóðsins í fjögur ár og útgreiðslum lífeyris í sjö ár, en lífeyrissjóðurinn greiddi í fyrra lífeyri upp á rúma sex milljarða króna. „Þetta sýnir hvernig tölurnar eru,“ segir Örn.
Lækkun á hreinni eign hjá sjóðnum hafi numið 29,3 milljörðum króna og eignarhlutur í ýmsum fyrirtækjum rýrnaði um 30,2 milljarða.