Töpuðu 43 milljörðum

Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði 43 milljörðum króna á síðasta ári
Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði 43 milljörðum króna á síðasta ári mbl.is/Golli

Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði tæpum 43 milljónum kr. í fyrra á verðbréfum og skertum eignarhlut. Þetta kom fram á ársfundi lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gærkvöldi.

Að sögn Arnar Pálssonar, fulltrúa Landssambands smábátaeigenda í Gildi, jafngildir þetta iðgjöldum til sjóðsins í fjögur ár og útgreiðslum lífeyris í sjö ár, en lífeyrissjóðurinn greiddi í fyrra lífeyri upp á rúma sex milljarða króna. „Þetta sýnir hvernig tölurnar eru,“ segir Örn.

Lækkun á hreinni eign hjá sjóðnum hafi numið 29,3 milljörðum króna og eignarhlutur í ýmsum fyrirtækjum rýrnaði um 30,2 milljarða.

Frekari skerðingar að vænta

Vegna tapsins var á ársfundinum ákveðið að skerða réttindi sjóðsfélaga um 10%. Telur Örn einsýnt að skerða þurfi réttindin enn meira. „Það er náttúrulega alveg skelfilegt. Sjóðurinn hefur staðið sig nokkuð vel undanfarin ár og verið að auka réttindi umfram það sem hefur gengið og gerst. En engu að síður þá eru þetta 10% sem eru samþykkt núna og ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé ekki nóg og að það þurfi að skerða réttindi sjóðsfélaga enn meira.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK