11 milljarðar í rekstrarkostnað

mbl.is

Stjórnendur Exista áætluðu að rekstrarkostnaður félagsins yrði um ellefu milljarða króna á næstu tólf árum, eða fram til ársins 2020. Þar af var áætlað að rekstrarkostnaður ársins í ár yrði 1.080 milljónir króna. Þetta kemur fram í Project Geysi, trúnaðarkynningu um endurskipulagningu Exista sem unnin var af KPMG fyrir erlenda kröfuhafa félagsins og Morgunblaðið hefur undir höndum. Hún var kynnt kröfuhöfum félagsins í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði hluti kröfuhafa Exista athugasemd við þennan háa áætlaða rekstrarkostnað og vildi skera hann niður um allt að 90 prósent. Hjá Exista fengust þær upplýsingar að þessar tölur ættu ekki lengur við og að endurskoðaður rekstrarkostnaður yrði lægri. Þá væri um áætlaðan rekstrarkostnað að ræða, ekki fastákveðinn. Heimildir Morgunblaðsins herma að rekstrarkostnaðurinn hafi hins vegar fyrst verið endurskoðaður eftir að kröfuhafar gerðu athugasemdir við hann. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hvernig rekstrarkostnaðurinn átti að sundurliðast þegar leitað var eftir því né hversu margir myndu starfa hjá félaginu.

Samtals nema kröfur á hendur Exista 968 milljónum evra, um 164 milljörðum króna. Stærstu innlendu kröfuhafarnir eru skilanefnd Glitnis og Nýja Kaupþing.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK