Efast um lögmæti fjárfestinga Gildis í vogunarsjóðum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður stjórnar Gildis
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður stjórnar Gildis Árni Sæberg

Á aðalfundi Gildis lífeyrissjóðs kom fram fjöldi athugasemda á stjórn sjóðsins, meðal annars frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, en félagsmenn sambandsins eru margir sjóðsfélagar í Gildi.

„Lífeyrissjóðurinn á, samkvæmt ársreikningi, eignir í vogunarsjóðum upp á 11,9 milljarða króna. Ég tel að þetta geti strítt gegn samþykktum sjóðsins. Í grein 8.1.7 segir að sjóðnum sé ekki heimilt að fjárfesta í fjárfestingarsjóðum sem fjármagni sig með lántöku eða skortsölu.“

Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar Gildis, segir þessa grein ekki eiga við um þá vogunarsjóði, sem Gildi hafi fjárfest í. „Við höfum fjárfest í þessum sjóðum um nokkurra ára skeið og hefur það alltaf legið fyrir um hvaða sjóði er að ræða. Fjármálaeftirlitinu hefur verið þetta ljóst í nokkur ár og hefur ekki gert athugasemdir. Við höfum fjárfest í þessum sjóðum í góðri trú og gert það til að dreifa áhættu sjóðsins og hámarka ávöxtun.“

Örn gerði einnig athugasemd við boðun aðalfundar Gildis og segir að verið sé að athuga hvort hún hafi verið lögleg. „Samkvæmt samþykktum skal boða til fundar með skriflegu fundarboði til aðildarsamtaka sjóðsins. Landssambandið fékk hins vegar ekki slíka boðun og tel ég því fundinn ólögmætan.“

Gildi afskrifaði samtals 12,5 milljarða króna af eignum, þar af 12,4 milljarða af skuldabréfum fyrirtækja. Er það 37% af bókfærðu virði fyrirtækjabréfa í safni sjóðsins.

Lífeyrissjóðurinn á þar að auki 12,3 milljarða króna kröfu á viðskiptabankana þrjá. Í uppgjöri sjóðsins er gengið út frá því að stórum hluta þessara krafna verði skuldajafnað á móti neikvæðri stöðu afleiðusamninga, eins og þeir stóðu við fall bankanna. Hins vegar hafa víkjandi lán til bankanna að fjárhæð 4,4 milljarðar króna verið afskrifuð. Áðurnefndir afleiðusamningar voru við fall bankanna 12,9 milljarða króna virði, en eru miðað við núverandi gengi krónunnar 21,7 milljarða króna virði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK