Situr uppi með íslensk skuldabréf

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

Seðlabanki Evrópu situr uppi með 85 milljarða króna af ríkistryggðum skuldabréfum. Þar af eru 57 milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs og 28 milljarðar ríkisskuldabréf. Að auki átti seðlabankinn 15 milljarða í jöklabréfum, sem RaboBank gaf út og var á gjalddaga fyrr á þessu ári.

Fyrstu sex mánuði þessa árs fær seðlabankinn 6,6 milljarða króna í vaxtagreiðslur vegna þessara verðbréfa. Þær krónur má bankinn skipta yfir í gjaldeyri samkvæmt reglum um gjaldeyrishöft. Fullyrt er að sambærileg upphæð hafi fengist greidd í vexti fyrir síðustu áramót sem enn hefur ekki verið skipt í gjaldeyri. Því lítur út fyrir að bankinn geti skipt verulegri upphæð í annan gjaldmiðil sýnist honum svo. Vaxtagreiðslur hafa undanfarið veikt gengi íslensku krónunnar.

Skuldabréf í tryggingu

Skuldabréfin voru meðal þeirra eigna sem Landsbankinn lagði að veði fyrir lánum í evrum frá Seðlabanka Evrópu í gegnum Lúxemborg samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Var bankinn stórtækur í veðlánaviðskiptum á árinu 2008. Þetta fyrirkomulag gekk undir nafninu Avens.

Ein aðferð sem Landsbankinn notaði var að gefa út skuldabréf. Smærri fjármálafyrirtæki voru fengin til að leggja bréfin inn í Seðlabanka Íslands sem veð fyrir krónum. Landsbankinn fékk krónurnar og keypti ríkistryggð skuldabréf. Smærri fjármálafyrirtæki fengu tekjur af þessum snúningum.

Í einföldu máli voru ríkistryggðu skuldabréfin lögð inn í Seðlabanka Evrópu í gegnum Lúxemborg sem trygging gegn láni í evrum. Þegar Landsbankinn féll gekk seðlabankinn að þessum veðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK