Beiðni Eglu hf. um heimild til nauðasamningsumleitana var móttekin hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki liggur enn fyrir hvenær beiðnin verður tekin fyrir til úrskurðar, að því er segir í tilkynningu frá Eglu.
Egla er að fullu í eigu Kjalars, sem er í 94 prósent eigu Ólafs Ólafssonar, kaupsýslumanns sem oft er kenndur við Samskip. Ef beiðnin um nauðasamninga verður ekki samþykkt mun Egla verða gjaldþrota. Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningi Eglu á félagið kröfu á Kjalar upp á 7,7 milljarða króna.