Samdráttur í Bretlandi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Landsframleiðsla í Bretlandi dróst saman um 1,9% milli síðasta ársfjórðungs síðasta árs og fyrsta ársfjórðungs 2009, samkvæmt bráðabirgðatölum sem breska hagstofan hefur birt. Er það mesti samdráttur á ársfjórðungi frá fyrstu dögum ríkisstjórnar Margrétar Thatcher fyrir þrjátíu árum síðan.

Á þriðja ársfjórðungi 1979 dróst landsframleiðsla saman um 2,4% og hefur samdráttur milli ársfjórðunga ekki verið svo mikill síðan. Frá október til desember 2008 var samdrátturinn 1,6%. Er þetta í fyrsta skipti frá 1948 sem landsframleiðslan dregst saman um meira en prósent milli ársfjórðunga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK