Segir reksturinn ganga vel miðað við aðstæður

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/

Forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, sendi starfsmönnum félagsins tölvupóst í dag þar sem hann segir rekstur Icelandair ganga vel um þessar mundir miðað við aðstæður. Biður hann starfsfólk um að láta umræðu um annað ekki hafa áhrif á sig.

Á síðustu dögum hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum  um Icelandair og Icelandair Group vegna meintra ummæla fjármálaráðherra á fundi austur á fjörðum. Í framhaldinu sendi Fjármálaráðuneytið  frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

„Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu. Fjármálaráðherra hefur engar upplýsingar um annað en að rekstur flugfélagsins gangi eftir atvikum og miðað við aðstæður vel. Má halda því fram að félaginu hafi tekist vel til í afar erfiðu starfsumhverfi að undanförnu. Þó erfiðleikar kunni að herja á einhverja í eigendahópi félagsins, eins og því miður mjög marga aðra, um þessar mundir, breytir það ekki því sem að ofan greinir um stöðu félagsins og dugmikla baráttu stjórnenda þess við erfiðar aðstæður."

Segir í bréfi Björgólfs til starfsmanna að rekstur flestra félaga innan Icelandair Group gangi einnig vel miðað við aðstæður.

„Ástand efnahagsmála er erfitt bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum, en með samstilltu átaki starfsmanna hefur félaginu tekist vel að laga sig að erfiðu umhverfi. Ég skora á ykkur öll að láta ekki þessa umræðu hafa áhrif á það góða starf.

Við munum birta upplýsingar um rekstrarafkomu Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi 2009 í Kauphöll þann 8. maí næstkomandi."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK