Fjármálaráðherra Brasilíu, Guido Mantega, telur að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, eigi að heimila Kúbu að gerast meðlimur í sjóðnum á ný. Kúba var hluti af IMF þar til árið 1964 eftir uppreisnina á Kúbu undir stjórn Fídel Castró, fyrrum leiðtoga Kúbu.
Mantega sagði í dag að Kúba væri eina ríkið á vesturhvelfi jarðar sem ekki væri hluti af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Segir hann tíma kominn til að opna Kúbu dyrnar að sjóðnum.