Efnahagshrunið á Spáni

Atvinnuleysi mælist hvergi jafn mikið í ríkjum ESB og á …
Atvinnuleysi mælist hvergi jafn mikið í ríkjum ESB og á Spáni Reuters

Hrunið í spænsku efna­hags­lífi hef­ur vakið áhyggj­ur um alla Evr­ópu. Spænska efna­hagsundr­inu er lokið. Í lok liðinn­ar viku var til­kynnt að at­vinnu­leysi á Spáni hefði farið upp í 17,36% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á síðasta árs­fjórðungi 2008 mæld­ist at­vinnu­leysið 13,91%. Verst er ástandið hjá yngstu kyn­slóðinni, at­vinnu­leysið fór í lok síðasta árs upp í 31,8% hjá fólki und­ir 25 ára aldri og er hvergi meira í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Á einu ári hef­ur at­vinnu­leysið tvö­fald­ast. Aukn­ing­in þýðir að nú eru yfir fjór­ar millj­ón­ir Spán­verja án at­vinnu. Þetta er mesta at­vinnu­leysið í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og gangi spár spænska seðlabank­ans eft­ir mun það enn aukast á þessu ári. Að meðaltali er 7,9% at­vinnu­leysi í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í auga fár­viðris­ins

Ástandið í at­vinnu­líf­inu þýðir að nú blas­ir við verðhjöðnun á Spáni. Svo hef­ur dregið úr pönt­un­um að fram­leiðend­ur eru byrjaðir að lækka verð. Í mars lækkaði verðið nán­ast hvert sem litið var, allt frá veit­inga­stöðum og tísku­versl­un­um til apó­teka og stór­markaða. Þegar verðlækk­an­irn­ar duga ekki til að lífga eft­ir­spurn­ina við neyðast fyr­ir­tæk­in enn til að segja upp fólki og ótt­ast hag­fræðing­ar að þetta geti leitt til víta­hrings verðhjöðnun­ar.

Verðhjöðnun setti mark sitt á krepp­una miklu á fjórða ára­tugn­um og olli Japön­um sömu­leiðis mikl­um vand­ræðum á tí­unda ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar sem kallaður hef­ur verið glataði ára­tug­ur­inn.

Í mars mæld­ist í fyrsta skipti verðhjöðnun á Spáni frá því að byrjað var að mæla verðbólgu árið 1961. Um leið varð Spánn fyrsta evru­ríkið til að mæla verðhjöðnun. Reynd­ar nam hjöðnun­in aðeins 0,1%, en þó finnst mönn­um nóg um og töl­ur víða um Evr­ópu benda til þess að vand­inn sé víðtæk­ari. Verðlækk­an­ir hafa einnig átt sér stað í Þýskalandi, Lúx­em­borg, Portúgal og Írlandi svo eitt­hvað sé nefnt.

Valt­ir spari­sjóðir

Nú hef­ur orðið hrun á hús­næðismarkaði og drauga­hverfi eru birt­ing­ar­mynd bygg­inga­ból­unn­ar. Talið er að ein millj­ón nýrra íbúða og húsa standi auð. Hags­muna­sam­tök 14 stærstu verk­taka­fyr­ir­tækj­anna sögðu að þau hefðu ekki byrjað á einni ein­astu bygg­ingu í des­em­ber.

29. mars ákváðu stjórn­völd að koma litl­um spari­sjóði, Caja Castilla La Mancha, til bjarg­ar og er talið að fleiri spari­sjóðir muni fylgja.

Spari­sjóðirn­ir lánuðu fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem stóru bank­arn­ir litu ekki við. Spænsk­ir verk­tak­ar fengu 318 millj­arða evra lánaða, helm­ing­inn hjá spari­sjóðunum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK