Slakað á gjaldeyrishöftum í vor

Svein Harald Øygard, Seðlabankastjóri.
Svein Harald Øygard, Seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, segir við Reutersfréttastofuna í dag að líklegt sé að eitthvað verði slakað á gjaldeyrishöftunum áður en sumarið gengur í garð án þess að hætta sé talin á að það veiki íslensku krónuna.

Haft er eftir Øygard, að Seðlabankinn sé að vinna að því að gera erlendum fjárfestum, sem lokuðust inni með fjármagn hér á landi þegar bankarnir hrundu í haust, að skipta krónum í evrur.

Hann segir, að rætt sé um að íslensk fyrirtæki, sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli, geti gefið út skuldabréf  í íslenskum krónum sem yrðu endurgreidd með evrum. Þetta myndi gera þeim erlendu fjárfestum, sem vilja flytja fé sitt úr landi, að skipta krónum í evrur.

Øygard segir, að skilyrði fyrir slíkum samningum væri, að þeir yrðu ekki til að veikja gengi krónunnar.  

Hann vildi ekki upplýsa um hve háar fjárhæðir væri að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK