Upplag bandarískra dagblaða heldur áfram að minnka samkvæmt tölum, sem þarlent upplagseftirlit hefur sent frá sér. Upplag blaðanna dróst saman um 7,1% á tímabilinu frá október til mars samanborið við sama tímabil ári fyrr.
Sex mánuðina þar á undan nam samdrátturinn 4,6%.
USA Today er áfram stærsta blað Bandaríkjanna þótt upplag blaðsins hafi minnkað um 7,5%.