Erfitt að standa undir skuldum

Frá fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag.
Frá fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. mbl.is/Golli

Erlendar skuldir og ábyrgðir ríkissjóðs nema nú um 2.649 milljörðum króna. Miðað við 5% vexti á þessum lánum er vaxtakostnaður á ári um 132,5 milljarðar króna. Kom þetta fram í máli Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings, á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga.

Segir hann afar hæpið að ríkið geti staðið undir slíkri skuldabyrði og spurði hvort ríkið sé að taka á sig ábyrgðir, sem ella hefðu átt að lenda á öðrum herðum. Árið 2004 hefðu erlendar skuldir þjóðarbúsins numið 1.663 milljörðum króna, en árið 2008 hefðu þær verið komnar í 12.887 milljarða, sem er 675% aukning. Stærstur hluti aukningarinnar skrifaðist á bankakerfið. Erlendar skuldir banka hefðu á sama tíma farið úr 1.220 milljörðum í 10.598 milljarða.

„Erlendar skuldir bankanna eru íslenska hagkerfinu ofviða," sagði Haraldur á fundinum. Leggur hann til að samið verði við kröfuhafa um afskriftir á hluta lánanna. Þá vill hann að erlendum skuldum fyrirtækja og heimila verði breytt í krónur á því gengi sem var þegar viðkomandi lán var tekið og það svo uppfært miðað við neysluverðsvísitölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK