Færa á eignir á móti skuldum ríkisins

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. Mbl.is/ Kristinn

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og nýkjörinn alþingismaður, gagnrýndi á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag fullyrðingar Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings, um að erfitt yrði að standa undir erlendum skuldum og ábyrgðum ríkissjóðs, sem nú næmu um 2649 milljörðum króna. 

Tryggvi Þór sagði, að rétt sé að taka eignir ríkisins með í reikninginn, enda beri peningalegar eignir ríkisins vexti. Tók hann sem dæmi að á móti skuldum íslenska ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eigi að færa jafnháa upphæð eignamegin, þar sem ekki standi til að eyða fénu, heldur eigi að nýta það til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans.

Lagði Tryggvi áherslu á að stjórnvöld verði að halda atvinnulífinu gangandi svo heimilin í landinu geti staðið undir skuldum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK