Mesta niðursveifla frá kreppunni miklu?

Frá Dublin.
Frá Dublin. mbl.is/Þorkell

Írsk sér­fræðinga­stofn­un seg­ir, að yf­ir­vof­andi niður­sveifla í írsku efna­hags­lífi gæti orðið sú mesta, sem um get­ur hjá iðnvæddu ríki frá því krepp­an mikla reið yfir fyr­ir sjö ára­tug­um. Reiknað er með sam­drætti í írska hag­kerf­inu til árs­ins 2010. 

Sam­drátt­ar­skeið hófst á Írlandi á fyrri hluta síðasta árs en alþjóðlega fjár­málakrepp­an kom þar fljótt niður. Stofn­un­in, The Economic and Social Rese­arch Institu­te, spá­ir því nú að verg lands­fram­leiðsla muni minnka um 14% á tíma­bil­inu frá 2008 til 2010. „Á sögu­leg­an og alþjóðleg­an mæli­kv­arða er þetta afar al­var­leg þróun," seg­ir stofn­un­in í yf­ir­lýs­ingu.

„Fyr­ir þenn­an tíma hef­ur mesti sam­drátt­ur hjá iðnvæddu ríki frá fjórða ára­tug síðustu ald­ar verið í Finn­landi þar sem verg lands­fram­leiðsla dróst sam­an um 11% á ár­un­um 1990-1993."

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag, að ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Oli­ver Wym­an seg­ir í minn­is­blaði um stöðu ís­lensku bank­anna, að nú­ver­andi staða Íslands sé verri en nokk­ur kreppa sem ein­stök þjóð hef­ur þolað síðan í krepp­unni miklu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK