Mesta niðursveifla frá kreppunni miklu?

Frá Dublin.
Frá Dublin. mbl.is/Þorkell

Írsk sérfræðingastofnun segir, að yfirvofandi niðursveifla í írsku efnahagslífi gæti orðið sú mesta, sem um getur hjá iðnvæddu ríki frá því kreppan mikla reið yfir fyrir sjö áratugum. Reiknað er með samdrætti í írska hagkerfinu til ársins 2010. 

Samdráttarskeið hófst á Írlandi á fyrri hluta síðasta árs en alþjóðlega fjármálakreppan kom þar fljótt niður. Stofnunin, The Economic and Social Research Institute, spáir því nú að verg landsframleiðsla muni minnka um 14% á tímabilinu frá 2008 til 2010. „Á sögulegan og alþjóðlegan mælikvarða er þetta afar alvarleg þróun," segir stofnunin í yfirlýsingu.

„Fyrir þennan tíma hefur mesti samdráttur hjá iðnvæddu ríki frá fjórða áratug síðustu aldar verið í Finnlandi þar sem verg landsframleiðsla dróst saman um 11% á árunum 1990-1993."

Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman segir í minnisblaði um stöðu íslensku bankanna, að núverandi staða Íslands sé verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka