Engin viðskipti hafa verið á millibankamarkaði það sem af er degi og stendur gengisvísitala krónunnar enn í 222 stigum. Gengi Bandaríkjadals er 127,53 krónur, evran 169,16 krónur, pundið 188,85 krónur og danska krónan er 22,708 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.