Glitnis-lóðin til leigu

Umrædd lóð er við hliðina á núverandi höfuðstöðvum Íslandsbanka (áður …
Umrædd lóð er við hliðina á núverandi höfuðstöðvum Íslandsbanka (áður Glitnir). mbl.is/þök

Strætólóðin, við hliðina á höfuðstöðvum Glitnis, er auglýst til leigu í Morgunblaðinu í dag. Áform voru uppi um að Eignarhaldsfélagið Fasteign myndi reisa þar ný húsakynni fyrir Glitni áður en bankinn féll.

Lóðin stendur við Borgartún 41 í Reykjavík þar sem strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins voru geymdir á nóttunni. Nú óskar Fasteign og framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar eftir tilboðum í leigu á húsi og meðfylgjandi lóð í eitt ár. Leigan framlengist um ár í senn sé leigu ekki sagt upp með sex mánaða fyrirvara.

Í nýjum ársreikningi Fasteignar er verðmæti þessarar lóðar ekki fært niður. Í ábendingu endurskoðenda segir:

„Án þess að gera fyrirvara við álit okkar viljum við vekja athygli á skýringu 11 með ársreikningnum þar sem greit er frá þeirri óvissu sem hefur skapast um framkvæmdir við höfuðstöðvar Glitnis banka við Kirkjusand. Bókfært verð lóðar væntanlegra höfuðstöðva nemur 19,4 milljónum evra í árslok 2008. Bókfært verð lóðarinnar byggir á því að höfuðstöðvarnar verði reistar og fyrirliggjandi leigusamningi verði þannig framfylgt. Ef ekki verður af framkvæmdum getur það haft veruleg áhrif á mat á bókfærðu verði lóðarinnar sem og eigin fé félagsins en hefði ekki áhrif á peningalega stöðu þar sem kaupverð lóðar var að fullu fjármagnað með útgáfu nýrra hluta í félaginu á árinu 2007.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK