Sjávarafurðir lækka áfram

Fiskverð lækkar milli mánaða samkvæmt IFS.
Fiskverð lækkar milli mánaða samkvæmt IFS. mbl.is/Golli

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt lækkaði um 1,5% í mars síðastliðnum samkvæmt greiningu IFS. Þar með hefur afurðaverð lækkað í níu mánuði í röð.

„Síðustu sex mánuði hefur afurðaverð lækkað um 17% mælt í erlendri mynt. Verð á flestum afurðaflokkum hefur lækkað, minnsta lækkunin er á mjölverði. Hagstofan birti í morgun tölur um afurðaverðið í íslenskum krónum en við höfum reiknað verðið í erlendri mynt m.v. helstu útflutningsmyntir,“segir í greiningu IFS.

„Þessi mikla og stöðuga lækkun á afurðaverði er í takti við þróun á öðrum hrávörum á heimsvísu. Heldur hefur dregið úr lækkunarhraða á afurðaverði
undanfarið. Þótt verðið í erlendri mynt hafi lækkað mikið undanfarna mánuði er ekki hægt að segja að það,“ segir IFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka