Sjávarafurðir lækka áfram

Fiskverð lækkar milli mánaða samkvæmt IFS.
Fiskverð lækkar milli mánaða samkvæmt IFS. mbl.is/Golli

Verð á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í er­lendri mynt lækkaði um 1,5% í mars síðastliðnum sam­kvæmt grein­ingu IFS. Þar með hef­ur afurðaverð lækkað í níu mánuði í röð.

„Síðustu sex mánuði hef­ur afurðaverð lækkað um 17% mælt í er­lendri mynt. Verð á flest­um afurðaflokk­um hef­ur lækkað, minnsta lækk­un­in er á mjölverði. Hag­stof­an birti í morg­un töl­ur um afurðaverðið í ís­lensk­um krón­um en við höf­um reiknað verðið í er­lendri mynt m.v. helstu út­flutn­ings­mynt­ir,“seg­ir í grein­ingu IFS.

„Þessi mikla og stöðuga lækk­un á afurðaverði er í takti við þróun á öðrum hrávör­um á heimsvísu. Held­ur hef­ur dregið úr lækk­un­ar­hraða á afurðaverði
und­an­farið. Þótt verðið í er­lendri mynt hafi lækkað mikið und­an­farna mánuði er ekki hægt að segja að það,“ seg­ir IFS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK