Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt lækkaði um 1,5% í mars síðastliðnum samkvæmt greiningu IFS. Þar með hefur afurðaverð lækkað í níu mánuði í röð.
„Síðustu sex mánuði hefur afurðaverð lækkað um 17% mælt í erlendri mynt. Verð á flestum afurðaflokkum hefur lækkað, minnsta lækkunin er á mjölverði. Hagstofan birti í morgun tölur um afurðaverðið í íslenskum krónum en við höfum reiknað verðið í erlendri mynt m.v. helstu útflutningsmyntir,“segir í greiningu IFS.
„Þessi mikla og stöðuga lækkun á afurðaverði er í takti við þróun á öðrum hrávörum á heimsvísu. Heldur hefur dregið úr lækkunarhraða á afurðaverði
undanfarið. Þótt verðið í erlendri mynt hafi lækkað mikið undanfarna mánuði er ekki hægt að segja að það,“ segir IFS.