Bílasala GM minnkaði um 34% í apríl

Frá bílaverksmiðju GM í Michigan.
Frá bílaverksmiðju GM í Michigan. Reuters

Bandaríska bílafyrirtækið GM hefur skýrt frá því að bílasala þess í Bandaríkjunum hafi minnkað um 34% í apríl, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Fyrirtækinu tókst þó að auka markaðshlutdeild sína.

Mark LaNeve, aðstoðarforstjóri GM, sagði að þrátt fyrir samdráttinn hefðu komið fram merki um að botninum hefði verið náð. Hann benti á að salan hefði aukist um 11% miðað við marsmánuð.

Bílasala GM minnkaði um 45% á fyrstu mánuðum ársins, miðað við sama tíma á síðasta ári.

Bílasala Chrysler-fyrirtækisins minnkaði um 48% í Bandaríkjunum í apríl, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Skýrt var frá því í gær að Chrysler, þriðja stærsta bílafyrirtæki Bandaríkjanna, hefði óskað eftir greiðslustöðvun og hygðist hefja samvinnu við ítalska bílafyrirtækið Fiat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK