Stóru félögin vilja ekki skila ársreikningum sínum

Úr Kauphöll Íslands.
Úr Kauphöll Íslands. Reuters

Tólf félög, sem eru með skuldabréf skráð í Kauphöllinni, hafa tilkynnt að þau muni ekki birta ársreikning sinn fyrir árið 2008 innan þeirra tímamarka sem þeim ber að skila honum. Á meðal þeirra eru Exista, Milestone og Stoðir/FL Group, sem voru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun bankanna síðastliðið haust. Reikningunum átti að skila í síðasta lagi í gær.

Flest umrædd félög eru í gjaldþrotameðferð, greiðslustöðvun eða glíma við alvarlega rekstrarerfiðleika. Þau vísa öll í sömu undanþáguheimildina í lögum um verðbréfaviðskipti.

Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar, segir hana geta gripið til ýmissa úrræða telji hún útgefanda hafa brotið reglur. „Við munum skoða hvert tilfelli fyrir sig og það er alveg ljóst að Kauphöllin mun fylgja þessum málum mjög fast eftir. Almennt í svona tilvikum þá sendum við fyrirspurn til viðkomandi útgefanda og hann er beðinn að skýra upplýsingagjöf sína til markaðarins. Síðan fer það eftir eðli hvers máls fyrir sig hvert framhaldið verður. Þar kemur til greina áminning eða jafnvel févíti ef útgefandi reynist brotlegur.“ Þegar hafa nokkrir skuldabréfaútgefendur verið beittir slíkum févítum sem hafa numið allt að 1,5 milljónum króna.

Í hnotskurn


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK