KPMG telur hlutafé í Promens verðlaust

Eignarhlutur Atorku í Promens er nánast verðlaus í dag samkvæmt verðmati sem endurskoðunarfyrirtæki KPMG í Bretlandi vann fyrir félagið. Hugsanlegt sé að fá 60 milljónir punda út úr Promens með því að leggja því til aukið eigið fé og reka í þrjú ár í viðbót samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Promens er helsta eign Atorku og skiptir höfuðmáli í endurreisn félagsins sem unnið hefur verið að.

Þeir sem eiga kröfur á Atorku veittu félaginu heimild til að greiða ekki vexti af skuldabréfum með því að gera svokallaðan kyrrstöðusamning. Sá samningur rann út á miðnætti í fyrradag.

Samningurinn átti að veita stjórnendum félagsins svigrúm til endurskipulagningar. Í því fólst meðal annars að fá verðmat á Promens frá KPMG í Bretlandi.

Niðurstaðan úr verðmatinu er langt undir væntingum stjórnenda sem kynntar voru kröfuhöfum.

Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Atorku, segir að stjórnin hafi samþykkt í gær að leita til PriceWaterhouseCoopers í Danmörku til að gera verðmat á öllum eignum Atorku, ekki bara Promens.

Hann segir að ákvörðun þess efnis hafi ekki verið möguleg á meðan á kyrrstöðusamningum stóð. Það gefi gleggri mynd af félaginu ef nýtt verðmat er unnið þar sem allar eignir Atorku eru undir.

Þorsteinn vonast til að kröfuhafar sýni biðlund og veiti félaginu svigrúm á meðan á þessu ferli stendur. Það gæti tekið fáeinar vikur.

Samkvæmt heimasíðu Atorku á félagið 79% í Promens sem rekur plastverksmiðjur í 20 löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK