Landsbankinn stærsti kröfuhafinn í Fons hf.

Á hluthafafundi FL Group: Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og …
Á hluthafafundi FL Group: Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lands­bank­inn er stærsti kröfu­haf­inn í Fons hf., sem er að meiri­hluta í eigu Pálma Har­alds­son­ar. Meðeig­andi Pálma er Jó­hann­es Krist­ins­son. Aðrir helstu kröfu­haf­ar eru hinir tveir viðskipta­bank­arn­ir; Íslands­banki og Kaupþing.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru skuld­ir Fons um tutt­ugu millj­arðar króna. Ekki er vitað hvernig upp­hæðin skipt­ist á milli ein­stakra kröfu­hafa.

Pálmi Har­alds­son ákvað að óska eft­ir að fé­lagið færi í gjaldþrotameðferð sem Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur samþykkti í fyrra­dag. Í sam­tali við Morg­un­blaðið vill hann lítið segja um aðdrag­anda þess. Ein­ung­is að fé­lagið standi bet­ur en mörg önn­ur fé­lög sem nú séu að fara í þrot.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins eru eign­ir Fons metn­ar á tíu til tólf millj­arða. Vegna mik­ill­ar óvissu er erfitt að finna út ná­kvæmt verð. Fjór­ir millj­arðar af þess­um eign­um eiga að vera í reiðufé auk skulda­bréfa á fyr­ir­tæki, sem séu í lagi.

Fons hef­ur verið at­kvæðamikið í ís­lensku viðskipta­lífi und­an­far­in ár og átti meðal ann­ars stór­an hlut í FL Group. Auk Secu­ritas og Plast­prent á Fons hlut í bresku leik­fanga­versl­un­inni Ham­leys og nor­rænu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Ticket.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK