Tap Washington Post 19,5 milljónir dala

Woodward og Bernstein, blaðamenn Washington Post.
Woodward og Bernstein, blaðamenn Washington Post. mbl.is

Bandaríska útgáfufélagið The Washington Post tapaði 19,5 milljónum Bandaríkjadala eða 2,04 dölum á hlut á fyrsta ársfjórðungi á sama tíma og auglýsingatekjur flaggskips útgáfunnar, dagblaðsins Washington Post, drógust saman um rúmlega 30%. Jafnframt drógust auglýsingatekjur saman á vefmiðli útgáfunnar á fyrsta ársfjórðungi. Á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra nam hagnaður útgáfunnar 39,3 milljónum dala eða 4,08 dölum á hlut. 

Er þetta annað skiptið á innan við ári sem útgáfufélagið er rekið með tapi á ársfjórðungi en í fyrsta skipti sem slíkt gerðist í sögu félagsins var á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Tekjur Washington Post námu 1,05 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra námu þær 1,06 milljörðum dala.

 Hlutabréf útgáfufélagsins lækkuðu um 12,59% á Wall Street í gærkvöldi.

Rekstrartap dagblaðahluta Post Co. nam 53,8 milljónum dala en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra skilaði sá armur félagsins 1,2 milljónum dala í rekstrarhagnað. Auglýsingatekjur prentúgáfunnar drógust saman um 33% en á vefnum drógust þær saman um 8%. Hafa auglýsingatekjur á netinu aldrei áður dregist saman hjá Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK