Fiat staðfestir áhuga á yfirtöku á Opel

Fiat/Opel
Fiat/Opel ARND WIEGMANN

For­svars­menn ít­alska bíla­fram­leiðand­ans Fiat hafa í fyrsta skipti staðfest áhuga sinn á að taka yfir þýska bíla­fram­leiðand­ann Opel sem er í eigu Gener­al Motors. Stjórn­ar­formaður Fiat, Luca Cor­dero di Monteze­molo, sagði í dag að yf­ir­taka á Opel væri gott tæki­færi sem erfitt væri að sleppa.Fiat er þegar í viðræðum um að kaupa banda­ríska bíla­fram­leiðand­ann Chrysler, sem er kom­inn í greiðslu­stöðvun. GM á í gríðarleg­um rekstr­ar­erfiðleik­um og hef­ur fengið frest til þess að end­ur­skipaleggja rekst­ur­inn til 1. júní. Að öðrum kosti blas­ir gjaldþrot við fyr­ir­tæk­inu.

Á vef BBC kem­ur fram að Opel þurfi á 3,3 millj­örðum evra að halda til þess að kom­ast í gegn­um efna­hagskrepp­una. Þýsk stjórn­völd hafa hins veg­ar hvatt fyr­ir­tækið til þess að finna fjár­festi sem reiðubú­inn til að leggja fyr­ir­tæk­inu lið. Þau ætli sér ekki að veita fyr­ir­tæk­inu rík­is­stuðning nema að litlu leyti. 

Monteze­molo seg­ir í sam­tali við ít­alska dag­blaðið Corri­ere della Sera í dag að sam­einað fyr­ir­tæki, Fiat og Opel yrði mjög sterkt.

ARND WIEG­MANN
JOHANN­ES EISELE
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK