Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar á skuldbindingum fyrirtækja hans hjá Landsbanka Íslands nema nú um 58 milljörðum króna. Eignir fyrirtækja Björgólfs hafa rýrnað sem nemur um 116-128 milljörðum króna frá ársbyrjun 2008.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Björgólfs um fjárhagslega stöðu hans.  Þar segir, að skuldbindingar Björgólfs við Landsbankann eru ábyrgðir fyrir fjárfestingafélagið Gretti tengdar Eimskipi og Icelandic, eða um 50 milljarðar króna. Aðrar skuldbindingar séu um 8 milljarðar króna. Ætla megi í ljósi markaðsaðstæðna í dag að upp í þessar skuldir Landsbankans fáist eignir, sem ekki eru veðsettar öðrum lánastofnunum, að lágmarki 12 milljarðar króna. Áfram verði unnið úr þeim eignum og tíminn muni, og þá fremur ár en mánuðir, skera úr um endanlegt verðmæti þeirra.

„Fjárhagur Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, hefur, líkt og margra annarra, gjörbreyst til hins verra á síðustu 17 mánuðum. Í ársbyrjun 2008 námu heildareignir fyrirtækja hans a.m.k. 143 milljörðum króna en í dag er áætlað verðmæti þeirra um 15-27 milljarðar, en endanlegt verðmæti ræðst á næstu árum frekar en mánuðum,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur fram, að stjórn fjárfestingarfélagsins Grettis muni óska eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur er aðaleigandi Grettis, sem á sínum tíma keypti kjölfestuhluti í Eimskip og Icelandic.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK