Efnahagslægðin dýpri og lengri en áður var talið

Mikill samdráttur blasir við í Evrópu
Mikill samdráttur blasir við í Evrópu Reuters

Efnahagslægðin í Evrópu verður dýpri og lengri en áður hafði verið spáð, að því er segir í nýrri spá frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Samkvæmt spánni verður samdrátturinn í efnahag ríkja Evrópusambandsins sem og á evru-svæðinu 4% í ár. Er þetta mun svartsýnni spá heldur en framkvæmdastjórnin sendi frá sér í janúar en þá var spá 1,9% samdrætti á evru-svæðinu og 1,8% í ríkjum ESB.

Telur framkvæmdastjórnin að efnahagslægðin nú sé sú versta sem riðið hafi yfir Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar og að samdrátturinn nái einnig fram á næsta ár. Í fyrri spá var gert ráð fyrir aukningu hagvaxtar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK