Framtíðin undir kröfuhöfum komin

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson mbl.is/Björgólfur

„Staðan er auðvitað mjög slæm,“ seg­ir Björgólf­ur Guðmunds­son um stöðu eigna sinna og skuld­bind­inga. Í sam­tali við mbl.is vildi hann ekki tjá sig um mögu­legt gjaldþrot sitt að öðru leyti en því að segja að staðan væri mjög slæm, en und­ir kröfu­höf­um væri komið hvort gert verði upp­gjör á hans mál­um.

Í til­kynn­ingu, sem Björgólf­ur sendi frá sér fyrr í dag, kem­ur fram að hann er í per­sónu­leg­um ábyrgðum við Lands­bank­ann fyr­ir um 58 millj­arða króna. Stærst­ur hluti þess­ara ábyrgða kem­ur til vegna lána, sem fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Grett­ir tók áður en Björgólf­ur eignaðist meiri­hluta í því fé­lagi. „Eign­ir mín­ar voru á þeim tíma í ein­hverj­um traust­ustu fé­lög­um og fyr­ir­tækj­um lands­ins eins og Lands­bank­an­um, Eim­skipi og Icelandic. Ég hikaði því ekki við að taka á mig þessa per­sónu­legu ábyrgð, enda hafði ég trú á þeim eign­um, sem stóðu á bak við ábyrgðirn­ar.“

Þess­ar eign­ir eru hins veg­ar, eins og fram kem­ur í til­kynn­ingu Björgólfs lít­ils eða einskis virði nú. „Það er allt und­ir hjá mér,“ seg­ir hann. Legg­ur hann áherslu á það að rétt hafi verið staðið að lán­veit­ing­um og ábyrgðum og öll­um regl­um fylgt. „Þetta var allt gert í góðri trú.“

Yf­ir­lýs­ing um fjár­hags­lega stöðu Björgólfs


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka