Seðlabanki Noregs lækkaði í morgun stýrivexti um hálfa prósentu og eru vextirnir nú 1,5%. Er þetta sjötta vaxtalækkun bankans frá því í október. Svein Gjerdem, seðlabankastjóri, segir í yfirlýsingu að nýjar upplýsingar bendi til þess að núverandi fjármálakreppa sé sú dýpsta sem komið hafi frá síðari heimsstyrjöld.