Örlög SPM sorgleg

Tap SPM nam 21,2 milljörðum í fyrra.
Tap SPM nam 21,2 milljörðum í fyrra. hag / Haraldur Guðjónsson

Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar, segir sorglegt hvernig komið sé fyrir Sparisjóði Mýrasýslu. Hún hafi hins vegar ekki komið á óvart því ljóst hafi verið hvert stefndi um nokkurn tíma. „Staða sjóðsins síðasta sumar gaf fullt tilefni til að láta sparisjóðsstjórann fara,“ segir Sveinbjörn.

Laun Gísla Kjartanssonar, sparisjóðsstjóra SPM, og uppgjör vegna lífeyrisskuldbindinga við hann námu tæplega 121 milljón í fyrra og 23,3 milljónum á árinu 2007. Gísli lét af störfum í september og Bernhard Þór Bernhardsson tók við. Laun hans á síðasta ári námu 15,8 milljónum króna, en þar með teljast laun hans hjá sparisjóðnum áður en hann tók við sem sparisjóðsstjóri.

Í ársreikningnum kemur einnig fram, að skuldir sparisjóðsstjóra við SPM hafi í árslok numið 31,6 milljónum króna, en staðan ári fyrr nam 32,6 milljónum.

Lengi hefur styrr staðið um SPM í byggðarlaginu og á borgarafundi, sem haldinn var í fyrra, kom fram megn óánægja íbúa Borgarbyggðar með stjórn sparisjóðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK