Bílafyrirtækið Porsche hefur skýrt frá því að það hafi samþykkt samruna við þýska bílafyrirtækið Volkswagen eftir margra vikna viðræður milli stjórnenda fyrirtækjanna.
Forsvarsmenn Volkswagen fögnuðu ákvörðun Porsche. Samið verður um tilhögun samrunans á næstu vikum.
Að sögn Porsche er stefnt að því að sameina tíu tegundir bíla undir einu þaki og níu þeirra eru nú í eigu Volkswagen en sú tíunda er Porsche-sportbíllinn.
Porsche skýrði frá því í janúar að fyrirtækið hefði aukið hlut sinn í Volkswagen í rúm 50% og hygðist auka hann í 75%.