Seðlabanki Íslands óskar á heimasíðu sinni eftir því að lögaðilar sem hafi áhuga á að taka erlend lán, sem tekin yrðu í krónum en endurgreidd í erlendum gjaldeyri, sendi um það bréf til Seðlabankans fyrir 11. maí næst komandi.
Er það liður í tilraun Seðlabankans til að aðstoða krónubréfaeigendur að skipta krónum í erlendan gjaldeyri. Þeir geti þá keypt skuldabréf íslenskra fyrirtækja fyrir krónur og fengið vexti og höfuðstól greiddan í erlendum gjaldeyri. Þannig minnki þrýstingu á gengi krónunnar og auki líkur á að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin til lengri tíma.
Fyrirhugað er að þessi aðgerð verði endurtekin eftir u.þ.b. mánuð.