3100 milljarða skuldir

Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, á …
Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Golli

Heild­ar­skuld ís­lenskra aðila gæti numið um 3100 millj­örðum króna und­ir lok árs­ins eða um 220% af vergri lands­fram­leiðslu árs­ins. Þetta kem­ur fram í Pen­inga­mál­um Seðlabank­ans. Á móti gætu eign­ir ís­lenskra aðila í út­lönd­um, numið um 1430 millj­örðum þannig að hrein skuld sé 1670 millj­arðar.

Seðlabank­inn seg­ir, að sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um um stöðu er­lendra lána inn­lendra aðila í lok fyrsta árs­fjórðungs á þessu ári eft­ir að Straum­ur- Burðarás, SPRON, Spari­sjóðabank­inn og Baug­ur voru sett í greiðslu­stöðvun eða gjaldþrotameðferð, hafi skuld­ir inn­lendra aðila við er­lenda numið  2500 millj­örðum króna. Af þess­um skuld­um námu er­lend­ar skuld­ir Seðlabanka, rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga 830 millj­örðum, skuld­ir inn­láns­stofn­ana, sem nú eru að mestu í op­in­berri eigu, 300 millj­örðum og skuld­ir op­in­berra fyr­ir­tækja um 500 millj­örðum. Sam­tals námu skuld­ir þess­ara aðila um 1630 millj­örðum.

Er­lend­ar skuld­ir einkaaðila, þar á meðal fyr­ir­tækja í eigu er­lendra aðila, námu 870 millj­örðum króna. Seðlabank­inn seg­ir, að bú­ast megi við að þess­ar skulda­töl­ur hækki um u.þ.b. 600 millj­arða síðar á þessu ári vegna lána sem rík­is­sjóður mun taka vegna greiðslna inn­láns­trygg­inga í nokkr­um
Evr­ópu­lönd­um. Heild­ar­skuld ís­lenskra aðila gæti þá numið um 3100 millj­örðum.

Seðlabank­inn tek­ur fram, að bú­ist sé við að hægt verði að end­ur­greiða stór­an hluta af þessu 600 millj­arða láni með and­virði er­lendra eigna Lands­bank­ans sem hægt verði að selja á næstu árum.

Á móti þess­um skuld­um eru er­lend­ar eign­ir. Seðlabank­inn seg­ir, að mikið af þeim eign­um, sem enn eru skráðar sem er­lend­ar eign­ir ís­lenskra aðila, séu vænt­an­lega ekki mik­ils virði. Sum­ar aðrar eign­ir ættu hins veg­ar að vera nokkuð trygg­ar og rétt skráðar, t.d. gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans sem nem­ur 430 millj­örðum og er­lend­ar eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna sem nema 500 millj­örðum. Þess­ir tveir liðir eru sam­tals 930 millj­arðar króna.

Ef þess­ar eign­ir eru dregn­ar frá 3100 millj­arða króna skuld fæst hrein skuld sem nem­ur 2170 millj­örðum króna eða sem svar­ar rúm­lega 150% af áætlaðri vergri lands­fram­leiðslu árs­ins 2009. Ef bætt er við eign­um gömlu bank­anna í Evr­ópu, sem verða seld­ar til að greiða niður lán vegna inni­stæðutrygg­inga í þess­um lönd­um og nema um 500 millj­örðum króna, fæst hrein skuld sem nem­ur 1670 millj­örðum króna eða sem svar­ar tæp­lega 120% af áætlaðri vergri lands­fram­leiðslu.

Seðlabank­inn seg­ir, að rétt sé að líta á þess­ar töl­ur sem efri mörk  skulda­byrðar­inn­ar því senni­legt sé að ein­hverj­ar eign­ir séu van­tald­ar. Þá megi gera ráð fyr­ir að ein­hverj­ar skuld­ir til viðbót­ar muni falla brott vegna frek­ari gjaldþrota.

Seðlabank­inn segi jafn­framt, að út­lit sé fyr­ir að viðskipta­hall­inn á þessu ári verði um 2% en að jafn­vægi verði í viðskipt­um við út­lönd á því næsta. Frá  og með þeim tíma fari að mynd­ast vax­andi af­gang­ur á viðskipta­jöfnuði.  Hrein skulda­byrði muni því lækka hratt á næstu árum. Áætlað sé að skuld­in hafi lækkað um 100 millj­arða króna árið 2011 og lækki hratt eft­ir það. All­ar slík­ar áætlan­ir séu auðvitað mjög viðkvæm­ar fyr­ir þeim  vaxta­for­send­um sem miðað sé við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka