Í fangelsi fyrir stórfelld fjársvik

Reuters

Tveir fyrrverandi bankastjórar Kínabanka og eiginkonur þeirra hafa verið dæmd í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að stela 485 milljónum dala og fyrir tilraun til peningaþvættis í gegnum spilavíti í Las Vegas.

Xu Chaofan var dæmdur í 25 ára fangelsi og Xu Guojun fékk 22 ára fangelsisdóm fyrir fjárglæfrastarfsemi, peningaþvott og fjársvik.

Mennirnir tveir reyndu að þvo peningana, sem voru í eigu Kínabanka, í gegnum Hong Kong, Kanada og Bandaríkin.

Hermt er að svikin hafi komist upp árið 2004 en þau eiga rætur sínar að rekja til fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK