Tveir fyrrverandi bankastjórar Kínabanka og eiginkonur þeirra hafa verið dæmd í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að stela 485 milljónum dala og fyrir tilraun til peningaþvættis í gegnum spilavíti í Las Vegas.
Xu Chaofan var dæmdur í 25 ára fangelsi og Xu Guojun fékk 22 ára fangelsisdóm fyrir fjárglæfrastarfsemi, peningaþvott og fjársvik.
Mennirnir tveir reyndu að þvo peningana, sem voru í eigu Kínabanka, í gegnum Hong Kong, Kanada og Bandaríkin.
Hermt er að svikin hafi komist upp árið 2004 en þau eiga rætur sínar að rekja til fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar.