Hundruð milljarða gufuðu upp

Íslendingar áttu m.a. ráðandi hlut í sænska bankanum Carnegie.
Íslendingar áttu m.a. ráðandi hlut í sænska bankanum Carnegie.

Sænska viðskiptablaðið Veckans Affärer fjallar í dag í löngu máli um viðskipti íslenska athafnamanna í Svíþjóð á undanförnum árum. Segir blaðið, að Íslendingum hafi tekist á mettíma að ná fótfestu í sænsku viðskiptalífi.

Segir blaðið að í byrjun ársins 2008 hafi Íslendingar átt ráðandi hlutí í fyrirtækjum sem voru samtals 18 milljarða sænskra króna að markaðsvirði, 390 milljarða íslenskra króna. Rúmu ári síðar séu þeir horfnir.

Blaðið segir, að þetta hafi byrjað með því að Íslendingar keyptu lítinn hlut í fyrirtækjum, svo sem verðbréfafyrirtækinu D Carnegie. Þeir færðu sig síðan upp á skaftið og í byrjun ársins 2008 áttu Íslendingar orðið ráðandi hlut í fyrirtækjum á borð við Intrum Justitia, Nordea, D Carnegie, Kaupthing, Invik og Ticket auk sænska hlutans af  Milestone og Glitni.

Aðallega hafi verið um að ræða 5-6 Íslendinga, sem hafi byggt upp viðskiptaveldi, sem fjármagnað var með lánsfé frá íslensku bönkunum, sem íslenska ríkið hafi nú yfirtekið.

Í greininni er m.a. rætt við Pálma Haraldsson, en félag hans, Fons, sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, keypti m.a. hlut í ferðaskrifstofunni Ticket og fleiri félögum.

Þá er rætt við Svíann Jan Fock, sem var forstjóri Kaupthing Sverige þar sem Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sat m.a. í stjórn. Fock ber Sigurði og öðrum íslenskum athafnamönnum vel söguna og segir þá sæta ranglátri gagnrýni.

„Af því sem skrifað hefur verið um þá mætti ætla að þetta hafi verið hópur af skúrkum. En þeir voru þvert á móti afar einbeittir þótt þeir hafi e.t.v. verið tilbúnir til að taka meiri áhættu en við Svíar erum vanir að gera. Mín tilfinning er sú, að þeir hafi gert allt rétt. Og þeir hafa aldrei svindlað á neinum."   

Fock segir, að allt hafi gengið vel hjá Kaupþingi í Svíþjóð þar til alþjóðlega fjármálakreppan skall á. „Sænska félagið var í góðu standi og var mjög traust. Við hefðum staðið þetta af okkur ef Kaupþing hefði ekki  tekið yfir eftir að Englendingarnir gerðu starfsemina nánast upptæka," segir hann.

Grein Veckans Affärer

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK