Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn

Retuers

Raun­veru­leg skuld­astaða þjóðar­inn­ar mun ekki skýr­ast að fullu leyti fyrr en samn­ing­ar vegna Ices­a­ve eru í höfn, að því er seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka. Þar kem­ur fram að þegar áætl­un stjórn­valda um rík­is­fjár­mál verði kynnt inn­an 100 daga þá muni óvissa varðandi Ices­a­ve og hversu stór upp­hæð vegna þeirra fell­ur á rík­is­sjóð einnig hverfa.

Sam­kvæmt 100 daga áætl­un rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur sem tók til starfa í gær mun ým­is­legt varðandi stöðu þjóðarbús­ins og efna­hags­horf­urn­ar framund­an skýr­ast nú í sum­ar. „Allt frá banka­hrun­inu í haust hef­ur óvissa verið í for­grunni í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar en von­ir standa nú til að þess­ari miklu óvissu fari að létta sem eru afar já­kvæðar frétt­ir. Því fyrr sem þeirri miklu óvissu sem nú rík­ir létt­ir get­ur viðspyrna haf­ist og heim­ili og fyr­ir­æki í land­inu búið sig und­ir það sem framund­an er. Gangi áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir verður mörg­um mik­il­væg­um spurn­ing­um um framtíðina svarað fyr­ir þann 17. ág­úst næst­kom­andi, að 100 dög­um liðnum," að því er seg­ir í Morgun­korni.

Allt frá því að ljóst varð að skuld­ir ís­lenska rík­is­ins hafa auk­ist veru­lega í kjöl­far banka­hruns­ins og munu að öll­um lík­ind­um slaga hátt upp í lands­fram­leiðslu þessa árs við næstu ára­mót hef­ur niður­skurður í rík­is­fjár­mál­um verið yf­ir­vof­andi.

Þá ger­ir efna­hags­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyri­sjóðsins ráð fyr­ir því að aðhald í rík­is­fjár­mál­um verði aukið veru­lega strax á næsta ári og að rík­is­sjóður muni ná jafn­vægi árið 2012, sam­kvæmt Morgun­korni Íslands­banka.

„Öllum er ljóst að til þess að það gangi eft­ir þarf að grípa til bæði niður­skurðar rík­is­út­gjalda og breikk­un­ar á tekju­stofni með aukn­um skött­um. Hingað til hafa þó eng­in svör feng­ist um hvaða aðgerða stjórn­völd ætla að grípa til í þess­um til­gangi. Svör­in við þess­um spurn­ing­um munu þó liggja fyr­ir að 100 dög­um liðnum þegar hul­unni verður svipt af áætl­un stjórn­valda um rík­is­fjár­mál til milli­langs tíma og for­send­ur fjár­laga 2010 verða af­greidd­ar í rík­is­stjórn."

Mik­il óvissa hef­ur ríkt um ís­lensku bank­ana og hvernig end­ur­reisn þeirra verður háttað. Nýju bank­arn­ir búa enn við að efna­hags­reikn­ing­ar þeirra eru enn ekki til­bún­ir sem hef­ur tafið fyr­ir end­ur­fjármögn­un þeirra. Þá rík­ir mik­il óvissa varðandi framtíðar­stöðu þeirra og eign­ar­hald, að því er seg­ir í Morgun­korni.

„Þetta mun þó senn skýr­ast ef marka má 100 daga áætl­un­ina en sam­kvæmt henni mun ákvörðun varðandi eig­enda­stefnu og framtíðar­eign­ar­hald bank­anna liggja fyr­ir að 100 dög­um liðnum, sem og ákvörðun um mögu­legt er­lent eign­ar­hald bank­anna. Þá verður end­ur­fjármögn­un bank­anna lokið inn­an 100 daga sem mun gera þá að fullu starf­hæfa á nýj­an leik.

Þá ætl­ar rík­is­stjórn­in að hafa lokið end­ur­skipu­lagn­ingu spari­sjóða fyr­ir þann 17. ág­úst næst­kom­andi en í þeim til­gangi verður lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um spari­sjóði nú strax á sum­arþingi. Starf­hæft og virkt fjár­mála­kerfi er mik­il­væg und­ir­staða í hverju hag­kerfi og því er það án efa eitt mik­il­væg­asta verk­efnið framund­an að ljúka end­ur­reisn þess," sam­kvæmt Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK