Englandsbanki, sem seðlabanki Bretlands, telur að samdrátturinn þar í landi á þessu ári verði enn meiri en fjármálaráðherrann, Alistair Darling, hefur gert ráð fyrir. Því er spáð að þetta muni koma fram í verðbólguspá bankans, sem birt verður síðar í þessari viku.
Í frétt á fréttavegnum TimesOnline segir að væntanleg spá Englandsbanka séu slæm tíðindi fyrir fjármálaráðherrann. Hann og ráðuneyti hans hafi gert ráð fyrir 3,5% samdrætti í bresku efnahagslífi á þessu ári. Bankinn hafi til þessa verið samstiga fjármálaráðherranum, en telji nú að horfur séu enn verri hingað til hafi verið talið.