Spá meiri samdrætti

Alistair Darling er fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling er fjármálaráðherra Bretlands. Stefan Wermuth

Englandsbanki, sem seðlabanki Bretlands, telur að samdrátturinn þar í landi á þessu ári verði enn meiri en fjármálaráðherrann, Alistair Darling, hefur gert ráð fyrir. Því er spáð að þetta muni koma fram í verðbólguspá bankans, sem birt verður síðar í þessari viku.

Í frétt á fréttavegnum TimesOnline segir að væntanleg spá Englandsbanka séu slæm tíðindi fyrir fjármálaráðherrann. Hann og ráðuneyti hans hafi gert ráð fyrir 3,5% samdrætti í bresku efnahagslífi á þessu ári. Bankinn hafi til þessa verið samstiga fjármálaráðherranum, en telji nú að horfur séu enn verri hingað til hafi verið talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK