Eilítið minna atvinnuleysi

Atvinnuleysi hefur vaxið hratt að undanförnu.
Atvinnuleysi hefur vaxið hratt að undanförnu. Reuters

Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins spáir eilítið minna atvinnuleysi hér á landi á næsta og þarnæsta ári en Seðlabankinn gerði í Peningamálum, ársfjórðungisriti bankans, sem birt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá efnahagsskrifstofunnar sem birt var fyrr í dag.

Efnahagsskrifstofan spáir því að atvinnuleysi hér á landi á þessu ári verði 9,0%, en að það verði meira á næsta ári, eða 9,6%, en minnki síðan og verði 7,5% árið 2011. Í Peningamálum Seðlabankans kemur hins vegar fram að bankinn gerir ráð fyrir 9,3% atvinnuleysi á þessu ári, en 11,0% á árinu 2010 og 9,1% árið 2011. Seðlabankinn gerir því ekki ráð fyrir að dragi úr atvinnuleysinu fyrr en í fyrsta lagi árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK