Endurskipulagning í pípunum hjá Icelandair

Boeing 757-vél Icelandair
Boeing 757-vél Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

Fjár­magns­skip­an Icelanda­ir Group mun vænt­an­lega breyt­ast um­tals­vert á næstu vik­um, að því er for­stjóri fé­lags­ins, Björgólf­ur Jó­hanns­son, sagði á kynn­ing­ar­fundi í gær. Kom ekki nán­ar fram á fund­in­um hvað fel­ast mundi í þess­um breyt­ing­um. Annað hvort mun fé­lagið selja eign­ir eða auka hluta­fé. Fram kom á fund­in­um að fé­lagið vinni að lausn með helsta kröfu­hafa þess.

Vaxta­ber­andi skuld­ir Icelanda­ir Group námu í lok fyrsta árs­fjórðungs 44,5 millj­örðum króna og er um helm­ing­ur þeirra skamm­tíma­skuld­ir.

„Nauðsyn­legt er fyr­ir fé­lagið að grynnka á skuld­um sín­um, en miðað við nú­ver­andi stöðu er óljóst hversu hluta­fé fé­lags­ins er mik­ils virði. Hægt er að lækka skuld­ir með sölu á ein­stök­um eign­um eða aukn­ingu hluta­fjár, en við nú­ver­andi aðstæður eru báðar leiðir erfiðar,“ seg­ir Valdi­mar Hall­dórs­son sér­fræðing­ur hjá IFS.

Upp­gjör Icelanda­ir var und­ir vænt­ing­um IFS, en rekst­ur Smart­Lynx í Lett­landi og Icelanda­ir Cargo gekk frem­ur illa á tíma­bil­inu og verr en gert var ráð fyr­ir. Á fjórðungn­um var 3,6 millj­arða króna tap á rekstri Icelanda­ir, en IFS hafði spáð 2,3 millj­arða króna tapi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK