Hugsanlegt hrun evrunnar

Evru-skúlptúr fyri framan seðlabanka Evrópu.
Evru-skúlptúr fyri framan seðlabanka Evrópu. ALEX GRIMM

Hætta getur verið á því að evran veikist mikið, og jafnvel að hún hrynji. Þetta er haft eftir í John Hydeskov, sérfræðingi hjá Danske Bank, í frétt á fréttavef danska viðskiptablaðsins Børsen. Hann segist hins vegar ekki telja að Bandaríkjadollar muni veikjast mikið eins og fjárfestirinn Jim Rogers spáir.

Bloombeg-fréttastofan hefur eftir Jim Rogers, að fjárfestar hafi fjárfest í dollurum síðastliðið haust, þegar mikill órói hafi verið á mörkuðum. Það hafi orðið til að styrkja dollarinn. Segir hann að hætta sé á því að dollarinn muni veikjast mikið innan tíðar, hugsanlega næsta haust eða haustið 2010. Hann muni því hugsanlega snúa sér að því að fjárfesta í jenum, evrum eða pundi.

Hydeskov er ekki sammála þessu mati Rogers og segir að styrking dollarsins byggi á þeim aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld hafi gripið til. Hins vegar sé mjög erfitt að sjá fyrir veikingu gjaldmiðla. Áhættan fyrir evruna sé fólgin í þeirri veiku stöðu sem sum lönd í Mið- og Austu-Evrópu búi við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka