Íslensk stjórnvöld segja að samningaviðræður við erlenda kröfuhafa, varðandi eignaskiptingu gömlu bankanna, hafi tafist vegna vandamála sem hafi komið upp við verðlagningu á eignum nýju ríkisbankanna í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta kemur fram á vef Reuters.
Haft er eftir Indriða Þorlákssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, að óformlegar viðræður um verðmat og skaðabótaskyldu gömlu bankanna séu hafnar. Enn séu nokkrar vikur þar til lokasamkomulag við kröfuhafa næst.
Fram kemur að yfirvöld hafi vænst þess að sakomulag myndi nást 18. maí nk. Haft er eftir Indriða að þetta muni tefjast fram í byrjun júní.