Tafir á viðræðum um eignaskiptingu gömlu bankanna

Íslensk stjórn­völd segja að samn­ingaviðræður við er­lenda kröfu­hafa, varðandi eigna­skipt­ingu gömlu bank­anna, hafi taf­ist vegna vanda­mála sem hafi komið upp við verðlagn­ingu á eign­um nýju rík­is­bank­anna í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Þetta kem­ur fram á vef Reu­ters.

Haft er eft­ir Indriða Þor­láks­syni, ráðuneyt­is­stjóra í fjár­málaráðuneyt­inu, að óform­leg­ar viðræður um verðmat og skaðabóta­skyldu gömlu bank­anna séu hafn­ar. Enn séu nokkr­ar vik­ur þar til loka­sam­komu­lag við kröfu­hafa næst.

Fram kem­ur að yf­ir­völd hafi vænst þess að sa­komu­lag myndi nást 18. maí nk. Haft er eft­ir Indriða að þetta muni tefjast fram í byrj­un júní.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK