Ekkert um ábyrgðirnar í ársreikningum Teymis

Merki Teymis.
Merki Teymis.

Í árs­reikn­ingi Teym­is fyr­ir árið 2007 seg­ir að það hafi verið „stefna sam­stæðunn­ar að veita aðeins dótt­ur­fé­lög­um ábyrgðir.“ Á sama tíma var fé­lagið hins veg­ar í ábyrgðum fyr­ir skuld­um fé­laga í eigu Árna Pét­urs Jóns­son, for­stjóra Teym­is, og Ólafs Þórs Jó­hann­es­son­ar, fjár­mála­stjóra fé­lags­ins.

Teymi tók yfir fé­lög stjórn­end­anna tveggja, og skuld­ir þeirra, í októ­ber. Skuld­in, sem er við Íslands­banka, stóð í 829 millj­ón­um króna í lok fe­brú­ar.

Ólaf­ur Þór sagði í Morg­un­blaðinu í gær að skuld­bind­ing­arn­ar hefðu alltaf verið færðar í árs­reikn­inga Teym­is. Í hon­um kem­ur hins veg­ar ein­ung­is fram að stjórn­end­urn­ir tveir hafi nýtt sér kauprétti sína. Teymi var á þess­um tíma al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu 985 mis­mun­andi hlut­hafa. Sam­kvæmt samn­ing­um stjórn­end­anna tveggja þá gátu þeir hagn­ast á kaup­um sín­um en aldrei tapað.

Einu starfs­menn­irn­ir í ábyrgð

Fé­lag í eigu Þór­dís­ar Jónu Sig­urðardótt­ur, fyrr­um stjórn­ar­for­manns Teym­is, var sjö­undi stærsti eig­andi Teym­is þegar það var skráð af markaði. Aðspurð hvort hún hafi notið sömu fyr­ir­greiðslu og stjórn­end­ur fé­lags­ins varðandi ábyrgðir seg­ir Þór­dís svo ekki vera. Eign­ar­hlut­ur henn­ar hafi verið í eig­in fé­lagi og það sé enn í henn­ar eigu með þeim skuld­bind­ing­um sem því fylgja. Þór­dís seg­ist enn­frem­ur ekki vita til þess að Teymi hafi gengið í viðlíka ábyrgðir fyr­ir aðra stjórn­ar- eða starfs­menn en Árna Pét­ur og Ólaf Þór.

Kaupþing og Ex­ista

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK