Fjölmenni á aðalfundi Byrs

Fjölmenni er á hluthafafundinum, sem haldinn er á Hilton Nordica …
Fjölmenni er á hluthafafundinum, sem haldinn er á Hilton Nordica hótelinu. mbl.is/Kristinn

Fjölmenni er á aðalfundi Byrs sparisjóðs, sem hófst nú síðdegis. Ljóst er að átök verða á fundinum um meirihluta í stjórn sparisjóðsins. Tveir listar eru framboði og má gera ráð fyrir því að hvor listi um sig komi tveimur mönnum að en spurning er hvor listinn fær þrjá menn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hringja stuðningsmenn beggja lista grimmt í stofnfjáreigendur og leggja að þeim að veita viðkomandi lista brautargengi.

Í gær var lista yfir stofnfjáreigendur Byrs sparisjóðs á heimasíðu sjóðsins breytt. Tilefnið var að skilanefnd Landsbankans hafði ekki samþykkt sölu á 2,6% hlut í sparisjóðnum til fyrirtækis í eigu Arnars Bjarnasonar, sem skipar annað sæti á A-lista til stjórnar sparisjóðsins.

Landsbankinn er því á ný skráður fyrir 7,6% hlut í Byr. Lög um sparisjóði kveða á um að einn og sami aðilinn megi ekki fara með meira en 5% atkvæða á stofnfjáreigendafundum, þótt eignarhlutur hans geti verið meiri. Falla því 2,6% af eign Landsbankans dauð niður á aðalfundinum, sem haldinn er í dag.

Sama á reyndar við um Saxhól, sem á 7,5% hlut í Byr og IceCapital, dótturfélag Sunda ehf., sem á 6,1% í Byr.

Efnisorð: land:búlgaría
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK